Blóðbankinn með Cobas Pro e 801

Blóðbankinn hefur tekið í notkun nýtt Cobas Pro e801 greiningartæki frá Roche Diagnostics.

Cobas Pro e801 getur greint meira en 100 ónæmisgreiningar fyrir fjölmarga sjúkdóma. Afkastagetan er 300 mæliniðurstöður á klukkustund. Hægt er raða saman Cobas e801 einingum í eina “modular” samstæðu og skila allt að 1.200 mæliniðurstöðum á klukkustund með allt að 192 hvarfefnum.

Cobas e801 býr yfir þeim eiginleika að hægt er að hlaða hvarfefni og rekstrarvörum stöðugt í tækið, sem er alsjálfvirkt.

Dömurnar í Blóðbankanum glaðar í bragði.
Hér má sjá frá uppsetningu á tækinu.
Deila: