Saga Lyru

Fyrirtækið LYRA var stofnað í júlí árið 1991 af feðgunum Höskuldi Höskuldssyni og Höskuldi Þórðarsyni. Í dag eru eigendur Höskuldur Höskuldsson, Rakel Sara Höskuldsdóttir og Lea Ösp Höskuldsdóttir.

Lyra veitir sérhæfða þjónustu hvað varðar uppsetningu og viðhald á klínískum efnagreiningartækjum sem er að finna á rannsóknarstofum allra heilbrigðisstofnana landsins.

Starfsemi Lyru er þrískipt; sala, dreifing og viðhaldsþjónusta.

Deila: