Stefna og gildi

Gæðastefna

Stefna Lyru er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á faglega og sérhæfða þjónustu á sviði rannsókna.

Fyrirtækið leitast við að koma til móts við hvern og einn viðskiptavin eins vel og unnt er og afhenda ávallt umsamin gæði án frábrigða eða galla.

Stefna Lyru er að viðhalda alþjóðlegri viðurkenningu á þeirri góðu þjónustu sem fyrirtækið veitir á sviði efnagreininga og lífefnafræðigreininga.


Umhverfisstefna

Stefna Lyru er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og lögð er áhersla á umhverfismál í daglegum rekstri. Áhersla er lögð á skapandi lausnir og eflt er jákvætt viðhorf til starfsmanna til umhvefismála. Markmiðið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrifum af starfsemi Lyru. Lyra leggur sig fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.

Lyra mun tryggja að lagalegum kröfum sé mætt og unnið er að stöðugum úrbótum í umhverfisstarfi.

Lyra vinnur samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO staðla.

Deila: