Mjólkursýrumælar

Mjólkursýrumælar

Lactate Scout Sport er einfaldur og áreiðanlegur mjólkursýrumælir sem hægt er að nota við hvers konar íþróttaæfingar. Með mjólkursýrumælinum er auðvelt og fljótlegt að mæla mjólkursýrustig á æfingu.

Niðurstöður fást á 10 sekúndum og aðeins þarf lítinn blóðdreitil á strimil til að framkvæma mælinguna í mjólkursýrumælinum. Innbyggt Bluetooth er og tækið tengjanlegt við púlsmæli og snjalltæki. Hægt er að geyma síðustu 500 mælingar.

Mjólkursýrumælingar eru mikilvægar í íþróttum. Þegar æft er stíft, framleiðir líkaminn mjólkursýru hraðar en hægt er að niðurbrjóta hana og fjarlægja úr blóðrásinni. Þetta leiðir til uppsöfnunar mjólkursýru í blóðrásinni.

Mjólkursýrumælir er því gagnlegur í þolþjálfun og æfingum fyrir hjarta- og æðakerfið, til að auka þolmörk án ofþjálfunar. Mjólkursýra er orkugjafi og er niðurbrotin af vöðvafrumum. Góð þjálfun stefnir að því að ná jafnvægi mjólkursýruframleiðslu, jafnvægi milli framleiðslu og niðurbrots mjólkursýru.

Auðveldar mjólkursýrumælingar í 3 skrefum:

Biosen serían frá EKF Diagnostics er leiðandi í mjólkursýru- og glúkósamælingum fyrir íþróttafólk. Þetta er fyrsta flokks lausn fyrir íþróttastofnanir og atvinnuíþróttateymi.

Nákvæm mæling er framkvæmd með einni prófun og búnaðurinn er auðveldur í notkun. Niðurstöður fást á 20-45 sekúndum og hægt er að framkvæma allt að 120 greiningar á klukkustund.

Biosen notar sérstaka flöguskynjaratækni til að skila mælingum hratt og af mikilli nákvæmni. Vegna góðs endingartíma skynjaraflögu, þá þarf kerfið lítið viðhald.

Auðveldar glúkósa- og mjólkursýrumælingar í 3 skrefum:
Deila:

GEM Premier 5000 blóðgastæki í Mjódd

Rannsóknasetrið í Mjódd hefur tekið í notkun GEM Premier 5000 frá Werfen. GEM Premier 5000 er blóðgastæki sem mælir blóðgös eins og O2, CO2, pH, HCO3 o.fl.

Tækið er einfalt, nákvæmt, áreiðanlegt og er hægt að tengja við tölvukerfi til að vinna úr gögnum. Þetta er ómissandi tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Hér fyrir neðan má sjá Jóhönnu Andreu Guðmundsdóttur, deildarstjóra, við nýja blóðgastækið.

Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, deildarstjóri.

Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, deildarstjóri.

Deila:

Liðsheild LYRU

Góð liðsheild og samheldni er lykilatriði í liðsvinnu hjá LYRU. Samhliða TEAM-LYRA, þá skiptist hópurinn í eigin lið, landslið eða önnur knattspyrnulið sem áhugafólk, sem styður sín lið af gleði og ánægju.

Stundum eru leikir helgarinnar ræddir á kaffistofunni, þar sem starfsfólk deilir spenningi, gleði, tapi, sigrum og öllu því sem fylgir að vera hluti af liði. Hjá LYRU er ekki bara unnið saman, heldur byggð upp samkennd og samheldni sem styrkir starfsfólk LYRU sem lið.

TEAM-LYRA er innanhúss “landslið” í gleði og starfi. Unnið er saman að markmiðum fyrirtækisins, þar sem sameiginlegri áskorun og ánægju er deilt þegar markmiðum er náð.

Svona er lífið í liði. Hvort heldur á vinnustaðnum, í knattspyrnu eða í öðrum íþróttum, þá er liðsvinna lykilatriði, ásamt því að gleðjast saman og eiga góðar og skemmtilegar stundir.

Starfsfólk LYRU

Aftari röð
Björgvin Sveinsson (Chelsea F.C. ), Radoslaw Mateusz Solarski (Holland National), Konrad Krzysztofiak (Pólland National), Maciej Krzysztof Zimoch (Pólland National), Piotr Cyganik (Real Madrid C.F.), Guðmundur Arnar Jónsson ( Liverpool F.C. )

Fremri röð
Emma Victorsdóttir (Arsenal F.C.), Sunna Helgadóttir (Liverpool F.C.), Guðbjartur Örn Gunnarsson (Newcastle United), Höskuldur Höskuldsson (Leeds United), Guðmundur Marías Jensson (Manchester United), Gunnar Leví Haraldsson (Sunderland A.)

Deila:

Ráðstefna 9. nóvember 2023

LYRA hélt ráðstefnu 9. nóvember 2023 ásamt fulltrúum STAGO og TRIOLAB. Fyrirlesarar voru dr. Björn Logi Þórarinsson (Landspítali), dr. Páll Torfi Önundarson (Landspítali), Sebastien Gucciardo (STAGO), Jonas Angst (STAGO) og Henriette Winkler (TRIOLAB).

Stjórnendur LYRU, Höskuldur Höskuldsson og Guðbjartur Örn Gunnarsson, veittu Henriette Winkler viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir langt og farsælt starf. Þá var Guðmundi Maríasi Jenssyni veitt viðurkenning fyrir 20 ára starf hjá LYRU. 

Deila:

Sysmex námskeið

Sysmex XN-1000 “Super User Training” námskeið var haldið hjá LYRU í Hádegismóum dagana 26. og 27. september 2023. Þátttakendur á námskeiðinu voru 11 talsins frá sjö rannsóknastofum.

Meðfylgjandi myndir eru af þáttakendum ásamt fyrirlesara og starfsfólki LYRU.

Hjá Lyru í Hádegismóum

Deila:

OHAUS á Íslandi

LYRA er umboðsaðili OHAUS á Íslandi. Allt vöruframboð OHAUS má sjá hér.

Hjá LYRU eru til nokkur demó tæki sem rannsóknastofur á heilbrigðissviði á Íslandi geta fengið lánuð til prufu.

Tækin eru:

Deila:

Sysmex námskeið

Sysmex XN-1000 “Super User Training” námskeið var haldið hjá LYRU í Hádegismóum dagana 25. og 26. apríl. Níu notendur frá átta rannsóknastofum tóku þátt í námskeiðinu.

Að fyrri námskeiðsdegi loknum skellti hópurinn sér á Grand Brasserie veitingastaðinn á Grand Hótel Reykjavík.

Meðfylgjandi myndir eru af þátttakendum ásamt fyrirlesara og starfsfólki LYRU.

Hjá Lyru í Hádegismóum

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík

Deila:

Roche notendaráðstefna 2023

Notendaráðstefna LYRU og Roche Diagnostics var haldin þann 23. febrúar 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Farið var yfir það nýjasta og markverðasta sem framundan er í tækniframförum, tækifærum og möguleikum fyrir rannsóknastofur á heilbrigðissviði. Einnig var farið yfir COVID tímann og margt, margt fleira.

Ráðstefnuna setti Guðbjartur Gunnarsson, framkvæmdastjóri LYRU og fyrirlesara voru Þórólfur Guðnason, fyrrum sóttvarnarlæknir, Ólöf Sigurðardóttir, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt teymi sérfræðinga frá Roche Diagnostics.

Guðmundur Jensson, yfirmaður tæknideildar LYRU og Sunna Helgadóttir, sérfræðingur hjá LYRU voru einnig með erindi á ráðstefnunni.

Ráðstefnuna sótti starfsfólk á íslenskum rannsóknastofum á heilbrigðissviði.

Deila:

Leica CM1950 á meinafræðideild LSH

Leica logo

Landspítali hefur tekið í notkun Leica frystiskurðtæki til lífsýnarannsókna á meinafræðideild. Tækið hentar til rannsókna á mismunandi tegundum sýna.

Meinafræðideild Landspítala er elsta rannsóknarstofa landsins og hóf starfsemi árið 1917. Í upphafi var stofnuð Rannsóknarstofa Háskóla Íslands sem síðar varð ein deilda Landspítala. Nafninu Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði var breytt árið 2004 í meinafræðideild Landspítala.

Hér fyrir neðan má sjá eldra tæki frá árinu 1980 sem nýja Leica tækið leysir af hólmi.

Deila:

Tosoh G11 hjá Sameind

Tosoh logo

Tosoh HLC-723 G11 er sjálfvirk HPLC greiningatæki sem er sérstaklega hannað til að koma til móts við sívaxandi fjölda HbA1c beiðna og almennri þörf á að hámarka vinnuflæði á rannsóknastofum. Tosoh G11 greiningatækið er hraðvirkt, nákvæmt og notendavænt.

Sameind rannsóknastofa hefur tekið tvö Tosoh G11 tæki í notkun sem greina fleiri afbrigði hemoglóbíns til að fá betri mynd af sykurstjórnun sjúklings. Auk mælinga á hefðbundum HbA1c styrk, þá er hægt að mæla afbrigði sem veita leiðrétta HbA1c niðurstöðu ef ákveðin blóðrauða afbrigði eru til staðar o.fl.

Með því að nota HPLC tækni sýnir Tosoh G11 greiningatækið raunverulega stöðu blóðsýnis og blóðrauða, sem veitir læknum nákvæmari upplýsingar til að taka viðeigandi klínískar ákvarðanir fyrir sjúkling.

Deila: