Cobas 6000 samstæða til DeCode

Íslensk erfðagreining (DeCode) hefur tekið í notkun aðra cobas 6000 CEE stæðu frá Roche Diagnostics. Fyrir var fyrirtækið með alveg eins stæðu í starfsemi sinni. Tækjabúnaðurinn eykur afköst til muna. Nánari upplýsingar um cobas 6000 má sjá hér.

ÞEKKING Í ALLRA ÞÁGU
Með rannsóknum á erfðaefni Íslendinga leitar Íslensk erfðagreining orsaka margra alvarlegustu sjúkdóma sem hrjá mannkynið, svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki. Þegar erfðavísar finnast, sem tengjast sjúkdómum, opnast möguleikar til að bæta líf og heilsu.

Deila: