Cobas, Sysmex og Elga í nýjar höfuðstöðvar Sameindar

SAMEIND rannsóknastofa hefur tekið í notkun nýjan tækjabúnað í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins í Ármúla 32. Blóðtökustaðir SAMEINDAR eru sex talsins. 

Búnaðurinn samanstendur af eftirtöldum tækjum:

Tvær samstæður Cobas 8000 greiningartæki, ISE, c 702 og e 801

Tvö Sysmex XN 1000

Eitt Cobas 6000 greiningartæki, c 501

Tvö Elga Medica Pro og eitt Elga Medica R7 vatnshreinsitæki.

Í dag er mikilvægara en nokkru sinni að rannsóknastofur búi yfir besta fáanlega tækjabúnaði fyrir nákvæmar og hraðvirkar greiningar á sýnum. Ferlið frá blóðsöfnun til lokaniðurstöðu prófunar krefst um leið færustu sérfræðiþekkingar og kostgæfni starfsmanna rannsóknarstofunnar. Vefsíða SAMEINDAR er hér.

Hér fyrir neðan eru myndir af starfsfólki LYRU og ROCHE DIAGNOSTICS í ferlinu frá því tækjabúnaður var fluttur til SAMEINDAR, settur upp og tengdur, prufukeyrður og allt þar til tækjabúnaðurinn var tekinn í notkun af starfsmönnum SAMEINDAR.

Deila: