Innleiðingar á cobas ® infinity

Innleiðing á cobas ® infinity rannsóknarstofulausninni frá Roche Diagnostics hefur verið framkvæmd hjá LSH og SAK. Einnig verður innleitt hjá HSU á næstunni.

Meiri samþætting greiningartækja á rannsóknarstofum við upplýsingatæknina er framfaraskref. Í raun má segja að um veldisvöxt í framförum sé að ræða og enn meiri árangur, frammistaða og stöðugleiki verður að veruleika.

Cobas ® infinity er mjög sveigjanleg stafræn vara sem hönnuð er til að hjálpa til við stjórnun á öllum verkefnum og verkferlum á mismunandi vinnusvæðum. Um er að ræða alhliða stjórnunartæki sem safnar öllum gögnum sem þörf er á og birtir upplýsingar skýrt á einn tölvuskjá.

Ákvörðunartaka verður skýrari og betri með breyttu verkflæði og samþættingu sem hægt er að sérsníða fyrir hvaða rannsóknarstofu sem er, þar sem allt flæði sýna í for- og eftirgreiningu sameinast í einni upplýsingatæknilausn.

Þessi tækni einfaldar lífið, léttir álagið og hámarkar nýtingu greiningartækja á rannsóknarstofum þar sem upplýsingar eru samþættar í rauntíma.

Fókusinn með cobas ® infinity er á árangur!

Deila: