Mjólkursýrumælar
Lactate Scout Sport er einfaldur og áreiðanlegur mjólkursýrumælir sem hægt er að nota við hvers konar íþróttaæfingar. Með mjólkursýrumælinum er auðvelt og fljótlegt að mæla mjólkursýrustig á æfingu.
Niðurstöður fást á 10 sekúndum og aðeins þarf lítinn blóðdreitil á strimil til að framkvæma mælinguna í mjólkursýrumælinum. Innbyggt Bluetooth er og tækið tengjanlegt við púlsmæli og snjalltæki. Hægt er að geyma síðustu 500 mælingar.
Mjólkursýrumælingar eru mikilvægar í íþróttum. Þegar æft er stíft, framleiðir líkaminn mjólkursýru hraðar en hægt er að niðurbrjóta hana og fjarlægja úr blóðrásinni. Þetta leiðir til uppsöfnunar mjólkursýru í blóðrásinni.
Mjólkursýrumælir er því gagnlegur í þolþjálfun og æfingum fyrir hjarta- og æðakerfið, til að auka þolmörk án ofþjálfunar. Mjólkursýra er orkugjafi og er niðurbrotin af vöðvafrumum. Góð þjálfun stefnir að því að ná jafnvægi mjólkursýruframleiðslu, jafnvægi milli framleiðslu og niðurbrots mjólkursýru.
Biosen serían frá EKF Diagnostics er leiðandi í mjólkursýru- og glúkósamælingum fyrir íþróttafólk. Þetta er fyrsta flokks lausn fyrir íþróttastofnanir og atvinnuíþróttateymi.
Nákvæm mæling er framkvæmd með einni prófun og búnaðurinn er auðveldur í notkun. Niðurstöður fást á 20-45 sekúndum og hægt er að framkvæma allt að 120 greiningar á klukkustund.
Biosen notar sérstaka flöguskynjaratækni til að skila mælingum hratt og af mikilli nákvæmni. Vegna góðs endingartíma skynjaraflögu, þá þarf kerfið lítið viðhald.