Nýtt Cobas 8800 tæki til LSH

Landspítalinn hefur fengið nýtt Cobas 8800 veirugreiningartæki á Sýkla- og veirufræðideild. Tækin eru því orðin tvö, en Cobas 8800 er framleitt af Roche, sem LYRA er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Veirugreiningartækin eru bylting í rannsóknum sýkla- og veirufræðideildar LSH.

Cobas 8800 nýtist til víðtækra veirurannsókna eins og skimun blóðgjafa og líffæragjafa, greiningu HIV og lifrarbólgu, greiningu kynsjúkdóma svo sem HPV, í undirbúningi fyrir líffæraígræðslur og svo til greiningar á öndunarfærasýkingum, meðal annars berklum. Þá nýtist tækið við greiningar á COVID-19.

Greiningartækið er mjög fullkomið og afkastamikið, næstum alsjálfvirkt. Cobas 8800 er mun sjálfvirkara en annar eldri tækjabúnaður sýkla- og veirufræðideildarinnar og kallar á mun færri handtök starfsmanna. Greiningargeta Cobas 8800 er um 4.000 sýni á sólarhring á hvoru tæki fyrir sig á Sýkla- og veirufræðideild LSH.

LYRA sér um alla þjónustu Cobas tækja á Íslandi.

Nánar um Cobas 8800 á vefsíðu framleiðanda.

Hér má sjá myndir teknar á fyrri stigum uppsetningar á Cobas 8800
Hér má sjá myndir teknar á seinni stigum uppsetningar á Cobas 8800
Deila: