Roche notendaráðstefna 2023

Notendaráðstefna LYRU og Roche Diagnostics var haldin þann 23. febrúar 2023 á Hilton Reykjavík Nordica. Farið var yfir það nýjasta og markverðasta sem framundan er í tækniframförum, tækifærum og möguleikum fyrir rannsóknastofur á heilbrigðissviði. Einnig var farið yfir COVID tímann og margt, margt fleira.

Ráðstefnuna setti Guðbjartur Gunnarsson, framkvæmdastjóri LYRU og fyrirlesara voru Þórólfur Guðnason, fyrrum sóttvarnarlæknir, Ólöf Sigurðardóttir, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt teymi sérfræðinga frá Roche Diagnostics.

Guðmundur Jensson, yfirmaður tæknideildar LYRU og Sunna Helgadóttir, sérfræðingur hjá LYRU voru einnig með erindi á ráðstefnunni.

Ráðstefnuna sótti starfsfólk á íslenskum rannsóknastofum á heilbrigðissviði.

Deila: