Stago ST Genesia á LSH

stago-logo-stago

Stago ST Genesia greiningatæki hefur verið tekið í notkun á Rannsóknadeild Landspítala við Hringbraut. Tækið er sjálfvirkt og hannað til að styðja við klínískar rannsóknir á rannsóknastofum og staðla niðurstöður þrombínmyndunarprófa og gera þau sjálfvirk.

Með þessu eru prófanir gerðar aðgengilegri til notkunar í „in vitro“ greiningum (IVD). Þá er ST Genesia hannað til að bæta við þær upplýsingar sem venjulega eru veittar með venjubundnum prófunum (TP, TCA, o.s.frv.) eða sérhæfðum prófunum (Anti-Xa, ECA) og bjóða upp á bætt mat á segamyndun og blæðingum hjá sjúklingum.

Deila: