Tosoh G11 hjá Sameind

Tosoh logo

Tosoh HLC-723 G11 er sjálfvirk HPLC greiningatæki sem er sérstaklega hannað til að koma til móts við sívaxandi fjölda HbA1c beiðna og almennri þörf á að hámarka vinnuflæði á rannsóknastofum. Tosoh G11 greiningatækið er hraðvirkt, nákvæmt og notendavænt.

Sameind rannsóknastofa hefur tekið tvö Tosoh G11 tæki í notkun sem greina fleiri afbrigði hemoglóbíns til að fá betri mynd af sykurstjórnun sjúklings. Auk mælinga á hefðbundum HbA1c styrk, þá er hægt að mæla afbrigði sem veita leiðrétta HbA1c niðurstöðu ef ákveðin blóðrauða afbrigði eru til staðar o.fl.

Með því að nota HPLC tækni sýnir Tosoh G11 greiningatækið raunverulega stöðu blóðsýnis og blóðrauða, sem veitir læknum nákvæmari upplýsingar til að taka viðeigandi klínískar ákvarðanir fyrir sjúkling.

Deila: