Liðsheild LYRU

Góð liðsheild og samheldni er lykilatriði í liðsvinnu hjá LYRU. Samhliða TEAM-LYRA, þá skiptist hópurinn í eigin lið, landslið eða önnur knattspyrnulið sem áhugafólk, sem styður sín lið af gleði og ánægju.

Stundum eru leikir helgarinnar ræddir á kaffistofunni, þar sem starfsfólk deilir spenningi, gleði, tapi, sigrum og öllu því sem fylgir að vera hluti af liði. Hjá LYRU er ekki bara unnið saman, heldur byggð upp samkennd og samheldni sem styrkir starfsfólk LYRU sem lið.

TEAM-LYRA er innanhúss “landslið” í gleði og starfi. Unnið er saman að markmiðum fyrirtækisins, þar sem sameiginlegri áskorun og ánægju er deilt þegar markmiðum er náð.

Svona er lífið í liði. Hvort heldur á vinnustaðnum, í knattspyrnu eða í öðrum íþróttum, þá er liðsvinna lykilatriði, ásamt því að gleðjast saman og eiga góðar og skemmtilegar stundir.

Starfsfólk LYRU

Aftari röð
Björgvin Sveinsson (Chelsea F.C. ), Radoslaw Mateusz Solarski (Holland National), Konrad Krzysztofiak (Pólland National), Maciej Krzysztof Zimoch (Pólland National), Piotr Cyganik (Real Madrid C.F.), Guðmundur Arnar Jónsson ( Liverpool F.C. )

Fremri röð
Emma Victorsdóttir (Arsenal F.C.), Sunna Helgadóttir (Liverpool F.C.), Guðbjartur Örn Gunnarsson (Newcastle United), Höskuldur Höskuldsson (Leeds United), Guðmundur Marías Jensson (Manchester United), Gunnar Leví Haraldsson (Sunderland A.)

Deila: