Cobas 4000 efnagreiningartæki frá Roche Diagnostics
Rannsóknastofa Hjartaverndar hefur fest kaup á Cobas 4000 efnagreiningatækjum frá Roche Diagnostics.
Við þessi kaup er Rannsóknastofa Hjartaverndar komin í fremsta flokk varðandi mælitækni í bæði Immonology og Clinical chemistry.
Mikið og gott samstarf hefur verið á milli Hjartaverndar og LYRU í gegnum árin og eru þessi kaup vottur um það.
PCR mælitæki
LSH rannsóknastofa í Veirufræði hefur fest kaup á nýju PCR mælitæki Cobas Taqman48 frá Roche diagnostics. Þetta nýja tæki færir þau endanlega frá handmælingum til vélrænna mælinga og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með það.
Á myndinni eru Tong og Þóra lífeindafræðingar ásamt Dr. Einari G. Torfasyni.
Blóðkornateljari
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði hefur fest kaup á nýjum blóðkornateljara XT2000i frá Sysmex. Þetta nýja tæki auðveldar til muna alla vinnu starfsfólks rannsóknastofunnar og fjölgar þeim mælingum sem hafa verið í boði. Við óskum þeim til hamingju með nýja tækið.
Á myndinni eru Anna Kristín og Sigrún lífeindafræðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Niðurstaða útboðs
Niðurstaða útboðs nr 14675 : Klínískar lífefnafræðimælingar FSA liggur fyrir og var tilboði Lyra ehf tekið, Lyra ehf bauð Cobas 6000 stæður og hlökkum við til að setja þær upp og starfa áfram næstu árin með rannsóknastofu FSA.
Klínískt kemíu tæki
Rannsóknastofan á heilsugæslunni í Lágmúla hefur fest kaup á klínísku kemíutæki C111 frá Roche diagnostics. Mun þetta nýja tæki færa rannsóknastofuna til nýrri tíma hvað mælingar varða. Óskum við þeim til hamingju með tækið.
visomat ® comfort 20/40
- Sjálfvirk mæling blóðþrýsings og púls
- Gefur til kynna hjartaflökt með blikkandi mynd og hljóðmerki – Nýjung!
- Mansettan hentar vel fyrir normal til XL upphandleggi (23-43 cm)
- Stór skjár (SYS/DIA/PUL)
- Geymsluminni fyrir allt að 30 niðurstöður
- 3ja ára ábyrgð
– sjá nánar – fæst í helstu lyfjaverslunum
Vatnshreinsibúnaður
Rannsóknastofan á Landspítalanum í Fossvogi hefur fest kaup á nýju vatnshreinsitæki Medica 30 frá Elga labwater. Óskum við rannsóknastofunni til hamingju með nýja vatnshreinsitækið.