HSA Neskaupsstað velur XN1000 Blóðkornateljara
HSA Neskaupsstað hefur fest kaup á nýjum blóðkornateljara XN1000 frá Sysmex. Þetta nýja tæki auðveldar til muna alla vinnu starfsfólks rannsóknastofu HSA og fjölgar þeim mælingum sem hafa verið í boði.
Við óskum þeim til hamingju með nýja tækið.
Á myndinni er Ragnheiður lífeindafræðingur á rannsóknastofu HSA Neskaupsstað.
Nýr blóðsykurmælir ! AC Aviva Nano
Accu-Chek® Aviva Nano
Með sinni látlausu og einföldu hönnun býður Accu-check Aviva Nano
uppá fljótlega, auðvelda og nákvæma mælingu. Eiginleikar Aviva Nano:
- Lítill, nettur og auðveldur í notkun
- Aðeins 43 x 69 x 20 mm í ummál og vegur aðeins um 40 gr með batteríum
- Sýnir niðurstöðu mælinga eftir aðeins 5 sekúndur
- Stór upplýstur skjár
- Tekur lítið blóðsýni eða 0,6 μL
- Minnir á og merkir mælingar fyrir og eftir máltíðir
- Sýnir meðaltal mælinga yfir 7, 14, 30 og 90 daga tímabil
- Sýnir einnig meðaltal mælinga fyrir og eftir máltíðir
- Mælinum fylgir nett taska og stungupenni
Læknasetrið í Mjódd velur Cobas 6000
Rannsóknastofa Læknasetursins í Mjódd hefur fest kaup á nýrri Cobas 6000 efnagreiningarsamstæðu.
Með þessum kaupum er rannsóknastofan að tryggja sér nýjustu tækni og stöðugleika.
LYRA ehf er sönn ánægja að tilkynna þetta. Læknasetrið mun eins og aðrir viðskiptavinir LYRA ehf njóta skjótrar lager afgreiðslu á rekstrarvörum því eins og þeir allir vita þá er LYRA ehf með allar rekstarvörur á lager, engin bið.
Við óskum Læknasetrinu til hamingju.
FSA velur XN1000 blóðkornateljara
FSA hefur fest kaup á tveimur nýjum blóðkornateljurum XN1000 frá Sysmex. Þetta nýja tæki auðveldar til muna alla vinnu starfsfólks rannsóknastofu FSA og fjölgar þeim mælingum sem hafa verið í boði.
Við óskum þeim til hamingju með nýja tækið.
Á myndinni eru starfsfólk rannsóknastofunnar á FSA ásamt Birgit Worning kennara frá Sysmex.