Nýtt tæki MPLC 2.0 á LSH í Veirufræði
LSH rannsóknastofa í Veirufræði hefur fest kaup á nýju tæki sem nýtist við undirbúning á Nucleic acids og PCR. Tækið er frá Roche diagnostics. Þetta nýja tæki færir þau endanlega frá handmælingum til vélrænna mælinga og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með það.
Á myndinni er starfsfólk rannsóknastofunnar ásamt Peter Heiss kennara frá Roche diagnostics.
Cobas Taqman PCR mælitæki til FSA
Rannsóknastofa FSA hefur fest kaup á nýju PCR mælitæki Cobas Taqman48 frá Roche diagnostics. Þetta nýja tæki færir þau endanlega frá handmælingum til vélrænna mælinga og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með það.
Á myndinni eru þær Badda og Bogga lífeindafræðingar á Rannsókn FSA við undirbúning á sýnum.
Storkutæki til H-Vest
Rannsóknastofa Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Ísafirði hefur fest kaup á nýju Storku tæki “Start-4” frá Stago Diagnostics, þetta nýja tæki breikkar mælimöguleika Rannsóknastofunnar á storkumælingum.
Við óskum þeim til hamingju með nýja tækið.
Á myndinni eru þau Sigrún Lífeindafræðingur á H-Vest og Eyjólfur Lífeindafræðingur á HSV.