Öryggistilkynning vegna blóðsykurstrimla

Ágætu viðskiptavinir.

Komið hafa upp mjög sjaldgæf tilvik þar sem Accu-Chek® prófunarstrimlar til blóðsykurmælinga gefa ekki nákvæmar niðurstöður. Þetta er rakið til þess að strimlaumbúðir hafi opnast eða orðið fyrir hnjaski í lokuðum öskjum í flutningum. Mælingar hafa þá gefið ranglega til kynna jákvæðar eða of háar niðurstöður mælinga. Kvörtun vegna þessa barst framleiðandanum Roche frá einu sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Ekki hafa borist aðrar kvartanir.

Vinsamlega smelltu á tengilinn hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar í PDF skjali.

Öryggistilkynning

Deila:

Nýtt Cobas 8800 tæki til LSH

Landspítalinn hefur fengið nýtt Cobas 8800 veirugreiningartæki á Sýkla- og veirufræðideild. Tækin eru því orðin tvö, en Cobas 8800 er framleitt af Roche, sem LYRA er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Veirugreiningartækin eru bylting í rannsóknum sýkla- og veirufræðideildar LSH.

Cobas 8800 nýtist til víðtækra veirurannsókna eins og skimun blóðgjafa og líffæragjafa, greiningu HIV og lifrarbólgu, greiningu kynsjúkdóma svo sem HPV, í undirbúningi fyrir líffæraígræðslur og svo til greiningar á öndunarfærasýkingum, meðal annars berklum. Þá nýtist tækið við greiningar á COVID-19.

Greiningartækið er mjög fullkomið og afkastamikið, næstum alsjálfvirkt. Cobas 8800 er mun sjálfvirkara en annar eldri tækjabúnaður sýkla- og veirufræðideildarinnar og kallar á mun færri handtök starfsmanna. Greiningargeta Cobas 8800 er um 4.000 sýni á sólarhring á hvoru tæki fyrir sig á Sýkla- og veirufræðideild LSH.

LYRA sér um alla þjónustu Cobas tækja á Íslandi.

Nánar um Cobas 8800 á vefsíðu framleiðanda.

Hér má sjá myndir teknar á fyrri stigum uppsetningar á Cobas 8800
Hér má sjá myndir teknar á seinni stigum uppsetningar á Cobas 8800
Deila:

Blóðbankinn með Cobas Pro e 801

Blóðbankinn hefur tekið í notkun nýtt Cobas Pro e801 greiningartæki frá Roche Diagnostics.

Cobas Pro e801 getur greint meira en 100 ónæmisgreiningar fyrir fjölmarga sjúkdóma. Afkastagetan er 300 mæliniðurstöður á klukkustund. Hægt er raða saman Cobas e801 einingum í eina “modular” samstæðu og skila allt að 1.200 mæliniðurstöðum á klukkustund með allt að 192 hvarfefnum.

Cobas e801 býr yfir þeim eiginleika að hægt er að hlaða hvarfefni og rekstrarvörum stöðugt í tækið, sem er alsjálfvirkt.

Dömurnar í Blóðbankanum glaðar í bragði.
Hér má sjá frá uppsetningu á tækinu.
Deila:

Cobas Pro e 801 til sýkla- og veirufræðideildar

Sýkla- og veirufræðideild LSH hefur fengið afhent nýtt Cobas Pro e801 greiningartæki frá Roche Diagnostics.

Cobas Pro e801 getur greint meira en 100 ónæmisgreiningar fyrir fjölmarga sjúkdóma. Afkastagetan er 300 mæliniðurstöður á klukkustund. Hægt er raða saman Cobas e801 einingum í eina “modular” samstæðu og skila allt að 1.200 mæliniðurstöðum á klukkustund með allt að 192 hvarfefnum.

Cobas e801 býr yfir þeim eiginleika að hægt er að hlaða hvarfefni og rekstrarvörum stöðugt í tækið, sem er alsjálfvirkt.

Hér má sjá tækið flutt á staðinn.
Starfsmenn LSH fengu kennslu á tækið.
Deila:

Nýtt á Egilsstöðum

Heilsugæslan á Egilsstöðum hefur tekið í notkun nýtt Cobas c311 frá Roche Diagnostics og einnig PURELAB Chorus vatnshreinsitæki (eimingartæki) frá ELGA.

Frá afhendingu Cobas c311 á Egilsstöðum.

 

Vatnshreinsitæki frá ELGA.

 

Deila:

Cobas 8800 greiningartæki til LSH

Landspítalinn hefur tekið nýtt veirugreiningartæki í notkun á sýkla- og veirufræðideild. Um er að ræða Cobas 8800 frá Roche, sem LYRA er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Veirugreiningartækið er bylting í rannsóknum sýkla- og veirufræðideildar LSH.

Tækið nýtist til víðtækra veirurannsókna eins og skimun blóðgjafa og líffæragjafa, greiningu HIV og lifrarbólgu, greiningu kynsjúkdóma svo sem HPV, í undirbúningi fyrir líffæraígræðslur og svo til greiningar á öndunarfærasýkingum, meðal annars berklum. Þá nýtist tækið við greiningar á COVID-19.

Cobas 8800 greiningartækið er mjög fullkomið og afkastamikið, næstum alsjálfvirkt. Roche Cobas 8800 er mun sjálfvirkara en annar tækjabúnaður sýkla- og veirufræðideildarinnar og kallar á mun færri handtök starfsmanna. Greiningargeta tækisins er um 4.000 sýni á sólarhring.

LYRA sér um alla þjónustu við tækið á Íslandi. Tækið var komið upp og tilbúið til notkunar í janúar og kennsla á tækið fór fram síðustu daga janúar 2021. 

Nánar um Cobas 8800 á vefsíðu framleiðanda.

Hér má sjá myndir þegar tækið var komið í notkun.
Hér má sjá myndir LSH frá móttöku og uppsetningu á tækinu.
Starfsmenn Lyru þjónusta rannsóknastofur landsins.
Deila:

Cobas 6000 til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið í notkun Cobas 6000 frá Roche Diagnostics.

Deila:

HERMLE Z 306 til HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið í notkun nýja skilvindu, Z 306 frá Hermle.

Deila: