Nýlegar færslur
LYRA ehf
Hádegismóum 4
110 Reykjavík
Sími 562 7778
pantanir@lyra.is
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga: 09:00-16:00
Föstudaga: 09:00-15:00
Hádegismóum 4
110 Reykjavík
Sími 562 7778
pantanir@lyra.is
Mánudaga til fimmtudaga: 09:00-16:00
Föstudaga: 09:00-15:00
Við notum vefkökur (e. cookies) til að muna stillingar þínar og bæta upplifun á vefsíðunni okkar.
OKWe may request cookies to be set on your device. We use cookies to let us know when you visit our websites, how you interact with us, to enrich your user experience, and to customize your relationship with our website.
Click on the different category headings to find out more. You can also change some of your preferences. Note that blocking some types of cookies may impact your experience on our websites and the services we are able to offer.
These cookies are strictly necessary to provide you with services available through our website and to use some of its features.
Because these cookies are strictly necessary to deliver the website, refusing them will have impact how our site functions. You always can block or delete cookies by changing your browser settings and force blocking all cookies on this website. But this will always prompt you to accept/refuse cookies when revisiting our site.
We fully respect if you want to refuse cookies but to avoid asking you again and again kindly allow us to store a cookie for that. You are free to opt out any time or opt in for other cookies to get a better experience. If you refuse cookies we will remove all set cookies in our domain.
We provide you with a list of stored cookies on your computer in our domain so you can check what we stored. Due to security reasons we are not able to show or modify cookies from other domains. You can check these in your browser security settings.
We also use different external services like Google Webfonts, Google Maps, and external Video providers. Since these providers may collect personal data like your IP address we allow you to block them here. Please be aware that this might heavily reduce the functionality and appearance of our site. Changes will take effect once you reload the page.
Google Webfont Settings:
Google Map Settings:
Google reCaptcha Settings:
Vimeo and Youtube video embeds:
Sysmex notendafundur
Sysmex notendafundur LYRU var haldinn 9. október 2024 á Hótel Reykjavík Grand. Þar voru ýmis erindi flutt, bæði frá Sysmex og notendum.
Sigrún Reykdal, yfirlæknir á Landspítala, hélt erindi um Lymphocytosis, góðkynja vs illkynja og Arna Óttarsdóttir tölvulífeindafræðingur á Landspítala hélt erindi um innleiðingu Extended IPU. Einnig voru erindi og kynningar frá Birgit Worning og Charlotte Amtoft.
Deginum lauk með kvöldverði þar sem Björgvin Sveinsson, tæknimaður hjá LYRU til 19 ára, var kvaddur við starfslok.
Vinnustofur
Þann 8. október 2024 voru haldnar tvær vinnustofur. Sú fyrri var um Tosoh HLC-723 G11 HPLC greiningatækið sem greinir langtímasykur. Þar fór Charlotte Amtoft yfir þá þætti sem tæknin byggir á, aflestur á gröfum og hvernig eigi að bregaðast við villumeldingum.
Seinni vinnustofan fjallaði um Extended IPU hugbúnaðinn. Þar var farið yfir hvernig hann er uppbyggður, hvernig best er að nálgast upplýsingar og leiðbeint hvernig best megi nota hugbúnaðinn til vinnusparnaðar.
Infinity vinnustofa
Infinity vinnustofa var haldin hjá LYRU, dagana 28. og 29. september, fyrir notendur Infinty tölvukerfisins sem rannsóknastofur á Íslandi nota. Tveir sérfræðingar frá Roche Diagnostics, þau Kathryn Carrick og Joeseph Barnett, komu og héldu utan um kennsluna. Þar var farið í uppsetningu á nýjum prófum, stillingum og rakningu á vandamálum. Hópurinn skemmti sér vel og lærði mikið.
Leica Microsystems á Íslandi
LYRA er umboðsaðili Leica Microsystems á Íslandi. Allt vöruframboð Leica Microsystems má sjá hér.
Hjá LYRU má nálgast meiri upplýsingar um Leica smásjár í gegnum netfangið pantanir@lyra.is
CUBE 30 TOUCH hjá Sameind
Sameind hefur tekið í notkun CUBE 30 TOUCH frá DIESSE. Um er að ræða háþróað lækningatæki sem er hannað til að auðvelda og flýta fyrir greiningu á sýnum á rannsóknarstofum. Tækið er notað til sjálfvirkrar mælingar á sökkhraða rauðra blóðkorna (ESR), sem er mikilvægur þáttur í greiningu bólgu- og sýkingarsjúkdóma.
CUBE 30 TOUCH er með snertiskjá sem gerir notkunina mjög notendavæna og einfalda. Tækið getur unnið með allt að 30 sýni í einu og veitir niðurstöður á stuttum tíma, sem eykur skilvirkni á rannsóknarstofunni Sameind.
Þessi tækni býður einnig upp á mikla nákvæmni og endurtekningarhæfni í mælingum, sem tryggir áreiðanleika í niðurstöðum. Að auki er tækið með tengimöguleika við rannsóknarstofukerfi (LIS), sem gerir gagnaflutning og skráningu á niðurstöðum enn auðveldari.
CUBE 30 TOUCH er því frábær kostur fyrir rannsóknarstofur sem leita að hraðvirkum, nákvæmum og notendavænum lausnum til að bæta þjónustu sína og auka afköst.
Sysmex XN-550 á Höfn
Heilsugæslan á Höfn í Hornarfirði hefur tekið í notkun Sysmex XN-550 blóðkornateljara.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við afhendingu á tækinu, má sjá frá vinstri, Birgit Worning frá Sysmex, Sunnu Helgadóttur frá LYRU og Rögnu Pétursdóttur á Heilsugæslunni á Höfn í Hornarfirði.
Mjólkursýrumælar
Mjólkursýrumælar
Lactate Scout Sport er einfaldur og áreiðanlegur mjólkursýrumælir sem hægt er að nota við hvers konar íþróttaæfingar. Með mjólkursýrumælinum er auðvelt og fljótlegt að mæla mjólkursýrustig á æfingu.
Niðurstöður fást á 10 sekúndum og aðeins þarf lítinn blóðdreitil á strimil til að framkvæma mælinguna í mjólkursýrumælinum. Innbyggt Bluetooth er og tækið tengjanlegt við púlsmæli og snjalltæki. Hægt er að geyma síðustu 500 mælingar.
Mjólkursýrumælingar eru mikilvægar í íþróttum. Þegar æft er stíft, framleiðir líkaminn mjólkursýru hraðar en hægt er að niðurbrjóta hana og fjarlægja úr blóðrásinni. Þetta leiðir til uppsöfnunar mjólkursýru í blóðrásinni.
Mjólkursýrumælir er því gagnlegur í þolþjálfun og æfingum fyrir hjarta- og æðakerfið, til að auka þolmörk án ofþjálfunar. Mjólkursýra er orkugjafi og er niðurbrotin af vöðvafrumum. Góð þjálfun stefnir að því að ná jafnvægi mjólkursýruframleiðslu, jafnvægi milli framleiðslu og niðurbrots mjólkursýru.
Auðveldar mjólkursýrumælingar í 3 skrefum:
Biosen serían frá EKF Diagnostics er leiðandi í mjólkursýru- og glúkósamælingum fyrir íþróttafólk. Þetta er fyrsta flokks lausn fyrir íþróttastofnanir og atvinnuíþróttateymi.
Nákvæm mæling er framkvæmd með einni prófun og búnaðurinn er auðveldur í notkun. Niðurstöður fást á 20-45 sekúndum og hægt er að framkvæma allt að 120 greiningar á klukkustund.
Biosen notar sérstaka flöguskynjaratækni til að skila mælingum hratt og af mikilli nákvæmni. Vegna góðs endingartíma skynjaraflögu, þá þarf kerfið lítið viðhald.
Auðveldar glúkósa- og mjólkursýrumælingar í 3 skrefum:
GEM Premier 5000 blóðgastæki í Mjódd
Rannsóknasetrið í Mjódd hefur tekið í notkun GEM Premier 5000 frá Werfen. GEM Premier 5000 er blóðgastæki sem mælir blóðgös eins og O2, CO2, pH, HCO3 o.fl.
Tækið er einfalt, nákvæmt, áreiðanlegt og er hægt að tengja við tölvukerfi til að vinna úr gögnum. Þetta er ómissandi tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Hér fyrir neðan má sjá Jóhönnu Andreu Guðmundsdóttur, deildarstjóra, við nýja blóðgastækið.
Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, deildarstjóri.
Liðsheild LYRU
Góð liðsheild og samheldni er lykilatriði í liðsvinnu hjá LYRU. Samhliða TEAM-LYRA, þá skiptist hópurinn í eigin lið, landslið eða önnur knattspyrnulið sem áhugafólk, sem styður sín lið af gleði og ánægju.
Stundum eru leikir helgarinnar ræddir á kaffistofunni, þar sem starfsfólk deilir spenningi, gleði, tapi, sigrum og öllu því sem fylgir að vera hluti af liði. Hjá LYRU er ekki bara unnið saman, heldur byggð upp samkennd og samheldni sem styrkir starfsfólk LYRU sem lið.
TEAM-LYRA er innanhúss „landslið“ í gleði og starfi. Unnið er saman að markmiðum fyrirtækisins, þar sem sameiginlegri áskorun og ánægju er deilt þegar markmiðum er náð.
Svona er lífið í liði. Hvort heldur á vinnustaðnum, í knattspyrnu eða í öðrum íþróttum, þá er liðsvinna lykilatriði, ásamt því að gleðjast saman og eiga góðar og skemmtilegar stundir.
Aftari röð
Björgvin Sveinsson (Chelsea F.C. ), Radoslaw Mateusz Solarski (Holland National), Konrad Krzysztofiak (Pólland National), Maciej Krzysztof Zimoch (Pólland National), Piotr Cyganik (Real Madrid C.F.), Guðmundur Arnar Jónsson ( Liverpool F.C. )
Fremri röð
Emma Victorsdóttir (Arsenal F.C.), Sunna Helgadóttir (Liverpool F.C.), Guðbjartur Örn Gunnarsson (Newcastle United), Höskuldur Höskuldsson (Leeds United), Guðmundur Marías Jensson (Manchester United), Gunnar Leví Haraldsson (Sunderland A.)
Ráðstefna 9. nóvember 2023
LYRA hélt ráðstefnu 9. nóvember 2023 ásamt fulltrúum STAGO og TRIOLAB. Fyrirlesarar voru dr. Björn Logi Þórarinsson (Landspítali), dr. Páll Torfi Önundarson (Landspítali), Sebastien Gucciardo (STAGO), Jonas Angst (STAGO) og Henriette Winkler (TRIOLAB).
Stjórnendur LYRU, Höskuldur Höskuldsson og Guðbjartur Örn Gunnarsson, veittu Henriette Winkler viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir langt og farsælt starf. Þá var Guðmundi Maríasi Jenssyni veitt viðurkenning fyrir 20 ára starf hjá LYRU.